Að upplifa Austurland í vetrarham er engu líkt. Gönguleiðirnar eru nær óþrjótandi og skíðasvæðin í fremstu röð. Víða má finna tinda og fjöll sem henta vel fyrir fjallaskíða- og brettamennsku og sundlaugarnar og baðstaðirnir svíkja engan. Þá er landshlutinn þekktur fyrir matarhefðir og menningarviðburði.