Spjaldvefnaður með Ragnheiði Björk

26. April, 2024 - 28. April, 2024

taðsetning: Hallormsstaðaskóli
Dagsetning: 26.-28. apríl 2024 – NÝ DAGSETNING
Tímasetning: 9:00-16:00
Námskeiðsgjald: 43.500kr
Sérfræðingur: Ragnheiður Björk Þórsdóttur (Ragga) textíllistamaður og vefnaðarsérfræðingur
Námskeiðið verður haldið með fyrirvara um að nóg þátttaka náist.
Innifalið
Kennsla og fræðsluefni frá Ragnheiði Björk, afnot af tækjum og tólum, efni til vefnaðar er innifalið samkvæmt verkefnum vinnustofunnar. Hádegisverður alla dagana ásamt kaffi og te.
Ragnheiður Björk kennir grunnhandtök í spjaldvefnaði og hvernig útfæra má margskonar mynstur með einfaldri aðferð og tækni. Spjaldvefnaður er vefnaðaraðferð sem tíðkaðist víðsvegar um landið fyrr á öldum. En eins og nafnið gefur til kynna eru spjöld notuð til verksins sem eru ferhyrnd með fjögur göt þar sem garn er þrætt í gegn. Með mismunandi aðferðum er spjöldunum snúið til að framkalla breytilegt mynstur í bandið sem er ofið. Breidd bandanna ákvarðast af fjölda spjalda og eru því nánast endalausir möguleikar í útfærslu munsturbands. Spjaldvefnaður er ævagamalt handverks sem barst hingað til lands með landnámi en á sér miklu lengri sögu allt að 3000 ára. Þátttakendur setja upp í spjaldvefnað eftir mynstri og vefa band undir handleiðslu Ragnheiðar. Markmiðið er að kynna framhaldsskólakennurum í textíl þessa aðferð og til að viðhalda handverksþekkingunni og miðla til komandi kynslóða í gegnum kennslu á framhaldsskólastigi. Gott er að hafa með sér belti til að festa uppistöðuna á sig til að auðvelda vefnað.