Stafdalur

Stafdalur er við þjóðveg nr. 93 milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Svæðið er mjög fjölbreytt þrátt fyrir að það séu aðeins þrjár lyftur á svæðinu og margir möguleikar í leiðavali. Einnig er skemmtileg gönguskíðabraut sem er u.þ.b. 5 km löng. Útsýnið af toppnum er stórfenglegt og fjölbreyttar og skemmtilegar leiðir sem henta öllum.

Á vefsíðu Stafdals finnur þú upplýsingar um opnunartíma, skíða og brettaleigu og margt fleira

 

 

Aðstaða

Byrjendalyftan er 100 metra löng kaðallyfta sem hentar vel þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í sportinu.

Neðri diskalyftan er 900 metra löng og hefur 190 metra hæðarmun. Efri lyftan er um 700 metra löng og hefur 160 metra hæðarmismun.

Skíða- og snjóbrettaleiga er á svæðinu og skáli með nestisaðstöðu og veitingasölu.

Skíðafélagið í Stafdal

Skíðafélagið í Stafdal var stofnað árið 2008 með sameiningu skíðadeilda Hugins og Hattar.

Skíðafélagið stendur fyrir skíða og snjóbrettaæfingum fyrir grunnskólabörn og heldur að jafnaði 1-2 skíðamót á hverju ári fyrir þann aldursflokk. Einnig er starfræktur kríla- og ævintýraskóli fyrir byrjendur frá 3 ára aldri. Jafnframt stendur skíðafélagið reglulega fyrir öðrum viðburðum til eflingar skíðaíþróttarinnar svo sem fullorðinsnámskeiðum fyrir byrjendur á svigskíðum, brettanámskeiðum og gönguskíðanámskeiðum.

Æfingasvæði félagsins er í Stafdal. Skíðafélagið hefur rekið skíðasvæðið í Stafdal frá árinu 2012 með stuðningi frá sveitarfélögunum