Sláturhúsið - menningarhús

Egilsstaðir

Sláturhúsið

Staðsetning:

Kaupvangur 7, 700 Egilsstaðir

Rými:

Menningarmiðstöð

Tengiliður:

Ragnhildur Ásvaldsdóttir, forstöðumaður Sláturhússins

Sími:

897 9479

Leigutími:

Eftir samkomulagi

Verð:

Eftir samkomulagi

Vefsíða

Sláturhúsið

Í Sláturhúsinu er rekin menningarmiðstöð með það hlutverk að efla lista- og menningarstarf á Austurlandi, með áherslu á sviðslistir. Í húsinu er fjölbreytt aðstaða.

Menningarmiðstöðin var stofnuð árið 2005 og nýverið fóru fram gagngerar endurbætur á húsnæðinu. Þar má finna sviðslistasal (black box), danssal, sýningarsali fyrir myndlist og aðra viðburði, aðstöðu til tónleikahalds, æfinga- og upptökurými fyrir tónlist eða hlaðvarp, ungmennahús og tilrauna- og samfélagsrýmið Ormsstofu.

Um Sláturhúsið

Hlutverk Sláturhússins er að efla lista- og menningarstarf á Austurlandi. Miðstöðin leggur áherslu á sviðslistir sem byggja á flutningi verka þar sem mannslíkaminn og röddin eru helstu verkfæri tjáningar. Vegna þessa er leitast við að leggja sviðslistir til grundvallar þeim áhersluverkefnum sem unnin eru. Sú stefna útilokar þó ekki aðkomu miðstöðvarinnar að öðrum list- og menningarformum. Önnur og ekki síður mikilvæg áhersla er lögð á lista- og menningaruppeldi barna og ungmenna. Lögð er áhersla á að sem flest verkefni hafi fræðslugildi samhliða listrænum gildum. Sláturhúsið tekur árlega þátt í BRASi menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi, ásamt öðrum menningarmiðstöðvum á Austurlandi.

Önnur vinnurými