Jensenshús

Eskifjörður

Jensenshús

Staðsetning:

Tungustígur 3, Eskifjörður

Rými:

Gestaíbúð lista- og fræðimanna

Rekstaraðili:

Menningarstofa Fjarðabyggðar

Tengiliður:

Jóhann Ágúst Jóhannsson, forstöðumaður

Sími:

470 9000

Leigutími:

Samkomulagsatriði

Verð:

Ókeypis en gert er ráð fyrir að gestir komi á einhvern hátt á framfæri í Fjarðabyggð list sinni eða þeim verkum sem þeir eru að vinna að.

Jensenshús er dvalarstaður lista- og fræðimanna á Eskifirði.

Húsið elsta uppistandandi íbúðarhús á Eskifirði, reist 1837, og er nýuppgert í upprunalegri mynd á fallegum og rólegum stað í hjarta bæjarins. Um er að ræða tveggja herbergja hús með rúmgóðu svefnlofti. Á jarðhæðinni er svefnherbergi með tveimur einbreiðum rúmum, stofa með vinnuaðstöðu, lítið eldhús og baðherbergi. Á efri hæð er rúmgott svefnloft undir risi. Hvorki er sturta né bað í Jensenshúsi en gestir hússins fá frítt í sund á Eskifirði. Í húsinu er internet sem gestir fá að nota.

Rekstraraðili hússins er Menningarstofa Fjarðabyggðar. Verkefni sem efla menningu í Fjarðabyggð munu njóta forgangs í umsóknarferlinu.

Gestir Jensenshúss greiða ekki fyrir aðstöðuna en hins vegar er ætlast til að þeir komi á einhvern hátt á framfæri í Fjarðabyggð list sinni eða þeim verkum sem þeir eru að vinna að. Það getur verið í formi sýninga, tónleika, fyrirlestra eða með þeim hætti sem hentar hverju sinni.

Önnur vinnurými