Bragðavellir

Djúpivogur

Bragðavellir

Staðsetning:

Bragðavellir, 766 Djúpivogur (10 km frá þéttbýlinu)

Tengiliður:

Ingi Ragnarsson

Sími:

866 1735

Leigutími:

Breytilegur. Sjá nánari upplýsingar til hægri.

Verð:

Eftir samkomulagi

Vefsíða

Bragðavellir

Á Bragðavöllum, sem staðsettir eru 10 km frá þéttbýlinu á Djúpavogi, er fjölbreytt aðstaða til vinnu og gistingar: sumarhús, vottað eldhús og samkomusalur.

Sumarhúsin má að nýta hvoru tveggja sem gisti- og vinnuaðstöðu. Í húsunum eru uppábúin rúm, eldhús, baðherbergi og nettenging. Húsin eru til leigu allt árið um kring.

Á Bragðavöllum er líka fullbúið og vottað eldhús sem hægt er að nýta í vöruþróun og framleiðslu matvæla, auk samkomusals sem má nýta sem skrifstofu- og fundaraðstöðu. Í salnum eru borð, stólar, skjávarpi, fundakerfi og nettenging. Eldhúsið og salurinn eru til leigu frá október til apríl.

Önnur vinnurými