Atvinna og samfélag
Fjöldi fyrirtækja eru á staðnum og aðalatvinnuvegir eru útgerð, fiskvinnsla, þjónusta og úrvinnsla landbúnaðarafurða auk hlunnindabúskapar. Þar má finna stórt uppsjávarfrystihús, smábátaútgerðir og framleiðslu á hákarli og harðfiski. Auk þess eru ýmis fyrirtæki á staðnum, t.d. bifreiða- og vélaverkstæði, efnalaug og fata-/handavinnuverslun og hárgreiðslustofa. Þá er æðardúnsvinnsla starfrækt á Vopnafirði
Í þorpinu er að finna íþróttahús, með þreksal, sal til leigu auk gufu- og sólbaðsaðstöðu. Sparkvöllur er við grunnskólann, leikvellir, fótboltavöllur, frisbígolfvöllur, frábær 9 holu golfvöllur og strandblaksvöllur.
Vopnafjarðakirkja og Hofskirkja eru starfræktar í sveitarfélaginu.
Vopnafjörður hefur verið verslunarstaður frá tímum einokunarinnar á 17. og 18 öld. Við upphaf 19. aldar hóf danska verslunarfélagið Örum & Wulff starfsemi í plássinu og í því skyni voru byggð nokkur falleg hús. Eitt þeirra er svonefndur Kaupvangur sem reist var árið 1882 af Fredrik Bald, byggingameistara Alþingishússins. Árið 2005 gekk húsnæðið í gegnum alls herjar yfirhalningu og því komið upprunalegt horf. Í dag er Kaupvangur einhver mesta bæjarprýði Vopnafjarðarbæjar og þjónar alls kyns menningartengdu hlutverki. Í Vopnafjarðarhreppi er fjölbreytt og öflugt félagsstarf.