Uppfærist á 60 mínútna fresti

Skemmtilegt um Breiðdalsvík

Breiðdalsvík er ungt kauptún en það fór ekki að byggjast að marki fyrr en upp úr 1960.

Austfjarðaeldstöðin er staðsett í Breiðdalnum.

Breiðdalsvík

Vegalengd frá Egilsstöðum

92 km.

Dæmi um gönguleiðir

Hellurnar, Beljandi, Meleyri

Menningarsetur / söfn

Íslandskortið Iceland by Axel

Íbúafjöldi

139

Breiðdalsvík er lítið og tiltölulega ungt fiskiþorp sem leynir á sér, auk þess sem heimafólk er einstaklega gestrisið. Þaðan sem þorpið liggur við ströndina er fagurt útsýni til sjávar og yfir svartar strendur. Bátsferðir eru vinsælar frá gömlu höfninni.

Breiðdalssetur

Þó útsýnið til sjávar sé magnað þá er útsýnið frá þorpinu, inn Breiðdalinn, alls ekki síðra. Breiðdalurinn er víðfeðmasti dalurinn á Austurlandi, umvafinn tignarlegum fjöllum sem ná yfir 1000 metra hæð beggja megin og tilkomumikil Breiðdalsáin , sem þekkt er fyrir laxveiði, liðast eftir dalbotninum til sjávar. Stórfengleg náttúran gerir Breiðdalinn að einstökum stað til þess að skoða og njóta fjölbreyttrar útivistar, allt frá gönguferðum til útreiða. Þar smá finna fossa og litla skóga, auk þess sem litskrúðug líparít fjöllin eru mögnuð að sjá.

Skemmtilegt leiksvæði á Breiðdalsvík

Á Breiðdalsvík er hægt að ferðast aftur í tímann með heimsókn í matvöruverslun staðarins, Kaupfjelagið, sem hefur lítið breyst frá því á sjötta áratugnum. Í framhaldinu mælum við með heimsókn í handverksbrugghúsið í næsta húsi (já, 140 íbúa þorp þarf brugghús!). Einnig er áhugavert að kíkja í gamla Frystihúsið, þar sem meðal annars má sjá gamalt upphleypt íslandskort sem skemmtilegt er að skoða.

Tillögur

Ganga – sunnan við Breiðdalsvík er Streitishvarf, einstaklega skemmtilegt svæði með merktum gönguleiðum, vita og fallegu útsýni.

Bragð – hægt er að fá fisk, veiddan á staðnum, sem bragðast einstaklega vel með bjór frá handverksbrugghúsinu Beljanda, sem nefnt er eftir fallegum foss í Beiðdalnum.

Bíltúr – til tilbreytingar frá Þjóðveginum (vegi 1), er hægt að keyra veg 95 inn Breiðdalinn og áfram yfir Breiðdalsheiði, sem nær yfir hluta af hinni fornu Breiðdalseldstöð. Útsýnið yfir dalinn og strandlínuna er ógleymanlegt. Vegur 95 endar á Egilsstöðum.

Önnur Bæjarfélög