Uppfærist á 60 mínútna fresti

Skemmtilegt um Breiðdalsvík

Breiðdalsvík er ungt kauptún en það fór ekki að byggjast að marki fyrr en upp úr 1960.

Austfjarðaeldstöðin er staðsett í Breiðdalnum.

Breiðdalsvík

Vegalengd frá Egilsstöðum

92 km.

Dæmi um gönguleiðir

Hellurnar, Beljandi, Meleyri

Menningarsetur / söfn

Íslandskortið Iceland by Axel

Íbúafjöldi

184

Vöxtur ferðamennsku hefur verið áberandi í mannlífinu á Breiðdalsvík. Skal engan undra því fegurðin í Breiðdal lætur engan ósnortin. Breiðdalur er víðlend sveit miðað við aðra dali sem ganga inn af Austfjörðum. Breiðdalsvík, sem er þjónustumiðstöð hreppsins, er tiltölulega ungt kauptún og fór ekki að byggjast að marki fyrr en upp úr 1960. Um byggð á Breiðdalsvík er ekki vitað með fullri vissu fyrr en um 1880 er Gránufélagið lét reisa þar vörugeymsluhús. Föst búseta var þar þó ekki fyrr en 1896 er Brynesverslun á Seyðisfirði reisti hús undir starfsemi sína efst á Selnesi við austurkrók Selnesbótar. Löng hefð er fyrir fiskvinnslu á staðnum þótt vægi hennar hafi minnkað á seinni árum og áratugum. Vorið 1906 brann verslunarhúsið til kaldra kola og var þá óðar reist nýtt verslunarhús vestan víkurinnar. Stendur það hús enn og telst því elsta hús Breiðdalsvíkur.

Fossinn Beljandi í Breiðdalsá

Afþreying

Gamla Kaupfélagshúsið, elsta húsið á Breiðdalsvík, hefur verið gert upp og hýsir nú jarðfræðisetur. Það er vel við hæfi því Austfjarðaeldstöðin er í Breiðdalnum. í húsinu er einnig stofa Stefáns Einarssonar sem var prófessor við John Hopkins háskóla í Baltimore.

Skemmtilegt leiksvæði á Breiðdalsvík

Á Breiðdalsvík og í Breiðdalnum er ýmsar góðar gönguleiðir að finna. Skemmtilegt er að ganga upp á Hellurnar fyrir ofan bæinn en þaðan er frábært útsýni. Í Breiðdalnum er fagur fjallahringur og glæsilegir fossar. Stutt gönguleið er frá vegi að Beljanda, neðsta fossinum í Breiðdalsá, einstaklega fallegt er við gömlu brúna yfir Tinnudalsá. Einnig er hægt að ganga eftir Meleyrinni sem liggur sunnan við Breiðdalsvík.

Á Breiðdalsvík er flott leiksvæði fyrir börn.

Önnur Bæjarfélög