Uppfærist á 60 mínútna fresti

Skemmtilegt um Borgarfjörð

Í Hafnarhólma er eitt besta aðgengi að lundabyggð í heimi og þar er tilvalið dvelja í góða stund, njóta fuglalífsins og fylgjast með sjómönnunum við vinnu sína.

Borgfirðingar fara uppyfir ef þeir ætla upp í Hérað og onyfir þegar þeir fara heim á Borgarfjörð.

Sagt er að drottning íslenskra álfa búi í Álfaborginni, kíktu í heimsókn!

 

Borgarfjörður eystri

Vegalengd frá Egilsstöðum

70 km.

Dæmi um gönguleiðir

Álfaborg, Víknaslóðir, Hafnarhólmi

Íbúafjöldi

109

Þú ert í góðum félagsskap á þessum fallega stað; um það bil 110 manns búa í þorpinu, ferðamenn koma til þess að njóta náttúrufegurðarinnar, Íslendingar koma í sína árlegu ferð á tónlistarhátíðina Bræðsluna, alls kyns fuglar heimsækja fjörðinn í nokkra mánuði á ári, auk þess sem konungbornir álfar búa á svæðinu. Já, þú getur meira að segja heimsótt þá í Álfaborgina, klettaborg sem stendur rétt við þorpið, þar sem drottning íslenskra álfa er sögð búa ásamt hirð sinni.

Útsýnisskífan á Álfaborginni

Frá Egilsstöðum liggur 70 km. löng leiðin til Borgarfjarðar um einstaka útsýnisstaði, yfir og umhverfis fjöllin að huggulega sjávarþorpinu Bakkagerði. Ef þú keyrir í gegnum þorpið og áfram í u.þ.b. 5 km. endar þú við Borgarfjarðarhöfn sem liggur við Hafnarhólma. Þar er eitt besta svæði á landinu til fuglaskoðunar en þar má meðal annars komast í einstakt návígi við lunda og ritu.

Í Hafnarhólma er frábær aðstaða til þess að skoða lunda - og aðra fugla

Fuglalífið hefur augljóslega mikið aðdráttarafl en Borgarfjörður er einnig frægur fyrir gönguleiðirnar um Víknaslóðir. Gönguleiðirnar á Víknaslóðum liggja um litskrúðug líparít fjöll í eyðifirði og víkur, alla leið til Seyðisfjarðar. Gönguleiðirnar sem liggja um Dyrfjallasvæðið eru líka frábærar. Heimamenn hafa verið duglegir að merkja leiðir sem uppfylla ólíkar þarfir göngufólks og búa til nákvæm kort yfir þær. Hægt er að fara í gönguferðir sem taka klukkutíma eða heilan dag, allt eftir því hvað hentar þér.

Tillögur

Ganga um ævintýralegt svæði Dyrfjallanna í hina mögnuðu Stórurð (en möguleikarnir í Borgarfirði eru næstum endalausir).

Bragð af staðbundnum fiski á einhverjum af veitingastöðum þorpsins, en á Borgarfirði má fá einstaklega góða fiskisúpu.

Bað í pottunum við lókal heilsulindina (spa), þar sem útsýnið til fjallanna gerir stundina einstaka.

Bíltúr út í Hafnarhólma til þess að skoða ríkulegt fuglalífið.

Svavar Knútur við Lindarbakka

Það er ótrúlega erfitt að nefna einn ákveðinn stað á Austfjörðum sem ég tengi sterkar við en aðra, enda eiga Austfirðir ríflega hnefafylli af hjarta mínu. Djúpivogur og Breiðdalsvík eru dásamleg sjávarpláss með ríka sögu og menningararf sem blæðir úr hverjum steini og þúfu, með bæjarstæði sem fylla hjartað að fornum kenndum. Skriðuklaustur, rammur minnisvarði um stóra drauma og erfiða tíma og fegurð sem lifir, bæði í formi bókmennta og byggingarlistar er líka einn af mínum uppáhaldsstöðum. Seyðisfjörður og Vopnafjörður, hvor á sinn hátt einstakur og svo má lengi telja. En hjartað mitt slær á endanum þyngst handan Dyrfjalla, í Borgarfirði eystri, þar sem amma mín bjó og þar sem ég er alltaf kominn heim. Þar kemur allt heim og saman í hjarta mínu. Hafið, fjöllin, álfaborgin, smábátahöfnin, líf manna og fugla ofin saman í fagurt teppi sem breiðir sig yfir sálina.

Ég finn djúpt þakklæti þegar ég kem austur á firði og þetta þakklæti kórónast í Borgarfirðinum.

Svavar Knútur, tónlistarmaður

 

Önnur Bæjarfélög