Uppfærist á 60 mínútna fresti
- Borgarfjörður eystri
- Óvitað
- Óvitað
- Breiðdalsvík
- Óvitað
- Óvitað
- Dalatangi
- Óvitað
- Óvitað
- Fáskrúðsfjörður
- Óvitað
- Óvitað
- Stöðvarfjörður
- Óvitað
- Óvitað
Uppfærist á 60 mínútna fresti
Borgarfjörður er þekktur fyrir mikla náttúrufegurð árið um kring og fjörugt menningarlíf, sérstaklega yfir sumartímann. Tónlistarþyrstir Íslendingar koma í sína árlegu ferð á Bræðsluna og útivistarunnendur njóta náttúrufegurðar og kyrrðar á göngu um Víknaslóðir og Stórurð. Frá Egilsstöðum er 70 km akstur til Borgarfjarðar um einstaka útsýnisstaði, yfir og umhverfis fjöllin að sjarmerandi sjávarþorpinu. Fuglalífið hefur augljóslega mikið aðdráttarafl, en við bátahöfnina er Hafnarhólmi, sem er eitt aðgengilegasta lundavarpsvæði landsins og þótt víðar væri leitað.
Íbúafjöldi:
Um 130
Póstnúmer:
720
Sveitarfélag:
Múlaþing
Á Borgarfirði búa um 130 manns og þar er rekinn grunn- og leikskóli í samstarfi við Fellaskóla í Fellabæ. Nú eru þar nú inna við 10 börn á grunn- og leikskólaaldri.
Töluverð útgerð er frá Borgarfirði og starfa þar tvö fyrirtæki sem reka fiskverkun, þ.m.t. harðfiskverkun. Stutt er á miðin og strandveiðar eru stundaðar í miklum mæli. Hefðbundinn landbúnaður er á nokkrum bæjum auk þess sem ýmsir eru með hross og aðrar skepnur.
Sparkhöll, körfuboltavöllur og fótboltavöllur eru staðsett í miðju þorpinu.
Félagsheimilið Fjarðaborg er mikið nýtt af íbúum og þar er aðstaða til líkamsræktar, auk þess sem þar eru tveir samkomusalir, annar stór og hinn lítill auk þess sem þar er vottað eldhús.
Lítil matvöruverslun er á staðnum sem er í sameiginlegri eigu íbúanna og rekin af þeim. Þar er einnig bankaútibú, póstþjónusta, heilsugæslusel með starfandi hjúkrunarfræðingi og þar er boðið er upp á fjarlækningar. Þá er dekkjaverkstæði á Borgarfirði og ört vaxandi fyrirtæki sem sérhæfir sig í fullvinnslu æðardúns. Borgarfjörður tilheyrir sveitarfélaginu Múlaþingi og er skrifstofa þess staðsett í Hreppsstofu.
Almenningssamgöngur eru í boði alla virka daga milli Borgarfjarðar og Egilsstaða.
Mikil uppbygging hefur verið í ferðaþjónustu á Borgarfirði sl. ár og eru þar nú tvö gistihús, annað er opið yfir sumartímann en hitt á ársgrundvelli. Þar má finna brugghús og spa/heita potta. Auk þess eru gott tjaldstæði, hjólaleiga og frisbígolfvöllur staðsett undir Álfaborginni. Þar skammt frá stendur Bakkagerðiskirkja. Hægt er að kaupa veitingar á fimm stöðum og er einn þeirra opinn allt árið en hinir fjórir yfir sumartímann.