Uppfærist á 60 mínútna fresti

Skemmtilegt um Stöðvarfjörð

Sköpunarmiðstöð Stöðvarfjarðar er einstök listamiðstöð sem sameinar flesta listgreinar.

Rétt við hin gömlu hreppamörk Stöðvarhrepps og Fáskrúðsfjarðarhrepps er einstakt náttúrufyrirbrigði; gatklettur sem nefnist Saxa. Í austlægum vindáttum dregur Saxa til sín þara, rekavið og annað lauslegt úr sjó, kurlar það í smátt og feykir hátt í loft upp.

Stöðvarfjörður

Vegalengd frá Egilsstöðum

73 km.

Dæmi um gönguleiðir

Súlurnar, Kambanes, Einbúinn, Álftafell, Landabrúnir, Ólukka

Sundlaug

Sundlaugin á Stöðvarfirði

Íbúafjöldi

182

Stöðvarfjörður liggur milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur. Fjörðurinn er grunnur og er undirlendi takmarkað að sunnanverðu. Inn af firðinum skerast Jafnadalur og Stöðvardalur. Um Stöðvardal fellur samnefnd á út í fjörð og myndar svonefnda Öldu við sjóinn. Kauptúnið hét áður Stöð og er einstaklega snyrtilegt þorp. Stöðfirðingar hafa viðurværi sitt af sjávarútvegi en þar þrífst einnig blómlegur listiðnaður og ferðaþjónusta.

Stytta af Petru Sveinsdóttur

Flestir landsmenn hafa heyrt um stöðfirska steinasafnarann Petru Sveinsdóttur. Í dag einkennist bærinn enn af ástríðufullu og skapandi krafti fólks sem sækir innblástur í þennan fallega fjörð. Þennan kraft má sjá í Sköpunarmiðstöðinni í gömlu uppgerðu frystihúsi. Við hlið þess er smábátahöfnin sem strandveiðar hafa hleypt lífi í.

Fagur fjallahringur

Afþreying

Fjallahringur Stöðvarfjarðar er fagur. Ofan kauptúnsins eru Steðji og Sauðabólstindur en sunnan við fjörðinn eru Súlurnar. Súlurnar eru blágrýtistindur sem klofinn er í tvennt. Þangað er krefjandi gönguleið fyrir klifurkappa. Neðra eru Kambanesskriður sem áður fyrr voru verulegur farartálmi. Á Kambanesi er fagurt útivistarsvæði. Í Jafnadal er steinbogi í hlíðum Álftafells og einnig klettaþyrpingin Einbúinn sem skemmtilegt er að skoða.

Í Sköpunarmiðstöðinni

Fjöllin eru auðkleif og sérlega góð gönguleið er upp á svonefndar Landabrúnir og Ólukku. Í þessum gömlu formfögru fjöllum hafa fundist margir þeirra dýrgripa sem prýða steinasafn Petru.

Út með firðinum norðanverðum, rétt við hin gömlu hreppamörk Stöðvarhrepps og Fáskrúðsfjarðarhrepps, er einstakt náttúrufyrirbrigði; gatklettur sem nefnist Saxa. Í austlægum vindáttum dregur Saxa til sín þara, rekavið og annað lauslegt úr sjó, kurlar það í smátt og feykir hátt í loft upp.

Önnur Bæjarfélög