Uppfærist á 60 mínútna fresti

Skemmtilegt um Stöðvarfjörð

Rétt við hin gömlu hreppamörk Stöðvarhrepps og Fáskrúðsfjarðarhrepps er einstakt náttúrufyrirbrigði; gatklettur sem nefnist Saxa. Í austlægum vindáttum dregur Saxa til sín þara, rekavið og annað lauslegt úr sjó, kurlar það í smátt og feykir hátt í loft upp.

Sköpunarmiðstöð Stöðvarfjarðar er einstök listamiðstöð sem sameinar flesta listgreinar.

Stöðvarfjörður

Vegalengd frá Egilsstöðum

73 km.

Dæmi um gönguleiðir

Súlurnar, Kambanes, Einbúinn, Álftafell, Landabrúnir, Ólukka

Sundlaug

Sundlaugin á Stöðvarfirði

Íbúafjöldi

182

Stöðvarfjörður er eina þorpið á Austfjörðum sem Hringvegurinn liggur í gegnum og þar er margt áhugavert að skoða. Heimamenn lifa af fiskveiðum, ferðaþjónustu og listum. Líkt og í mörgum íslenskum þorpum þá kraumar mikill sköpunarkraftur í Stöðvarfirði sem líklega er knúinn, allavegana að hluta til, af stórbrotinni náttúru svæðisins.

Stytta af Petru Sveinsdóttur

Eins og á flestum Austfjarðanna gnæfa fjöll yfir strandlínunni í Stöðvarfirði. Norðan megin í firðinum rísa Steðji og Hellufjall hátt, en sunnan megin Súlur. Jarðfræði svæðisins er fjölbreytt og áhugaverð, en auðveldasta leiðin til þess að upplifa ótrúlega fjölbreytni steina og steintegunda á Austurlandi er að heimsækja Steinasafn Petru Sveinsdóttur. Petra safnaði steinum allt sitt líf og nú er fyrrum heimili hennar eins og fjársjóðskista, fullt af alls kyns jarðfræðilegum gersemum.

Á meðal náttúrufyrirbæra sem áhugavert er að skoða eru fossar, klettar og hinn einstaki sjáverhver Saxa. Sköpunarkraftur svæðisins er áberandi í litlum listagalleríum og á sumrin Salthúsmarkaðurinn opinn en þar selja heimamenn listmuni og handverk, sem eru frábærir minjagripir. Gamla frystihúsi staðarins hefur verið breytt í Sköpunarmiðstöð, sem rekur vinnustofur og íbúðir fyrir gestkomandi listamenn, verkstæði og fleira. Þar er meira að segja hljóðver.

Áherslur

Ganga inn Jafnadal sem gengur inn úr firðinum, þar eru merktar göngustígar sem m.a. leiða að steinboga í hlíðum Álftafells. Á leiðinni að steinboganum er farið fram hjá klettaborginni Einbúa, risastórum kletti sem stendur einn á annars sléttu svæði.

Bragð af heimagerðum kökum og súpu í söluturninum sem stendur fyrir framan Steinasafn  Petru.

Bað í sundlaug staðarins, hún er kannski lítil en að sjálfsögðu er sundlaug á staðnum.

Bíltúr í norður úr þorpinu, til þess að skoða sjávarhverinn Söxu. Þar gengur úthafsaldan inn í klettaskoru og spýtist svo hátt upp í loft. Nafnið Saxa varð til vegna þess að þegar sjórinn gengur í gegnum klettaskoruna saxast þari í smátt og þeytist upp með „gosinu.“

Önnur Bæjarfélög