Vinnustofa – sápugerð með Else

Hallormsstaðaskóli

25. February, 2023 - 26. February, 2023

Staðsetning: Hallormsstaðaskóli
Dagsetning: 25. – 26. febrúar 2023
laugardagur 09:00 – 16:00
sunnudagur 09:00 – 13:00
Vinnustofugjald: 32.500 kr
Leiðbeinandi: Else Nielsen
 
Innifalið í vinnustofugjaldi

Fræðsluefni frá Else, sápur til að taka með heim, hádegisverður báða dagana, kaffi og te á vinnustofutíma.

Að búa til heimagerðar sápur er skemmtilegt og umhverfivænt handverk. Það besta við heimagerðar sápur er að stjórna hvaða hráefni sett er í sápurnar. Í vinnustofunni fá þátttakendur að kynnast heimi sápugerðar. Lögð verður sértök áhersla að kynna hvaða náttúrlegu efni er best að nota. Farið er vel yfir öryggisþætti, undirbúning fyrir sápugerð fyrir heimavinnslu, meðhöndlun hráefna og gerð uppskrifta. Þátttakendur læra á helstu tæki og tól til sápugerð ásamt því að læra á sápureiknivél til að búa til eigin sápu uppskriftir. Þátttakendur gera tvær sápur eina með olíum úr jurtaríkinu og eina hreindýrasápu sem gefa um 2 x 8 sápustykki. Sýnikennsla í aðferðum við sápugerð ásamt verklegri þátttöku þar sem hver einn æfir sig á sápureiknivél undir handleiðslu Else.

Dvöl í Hallormsstaðaskóla
Njóttu þess að dvelja í Hallormsstaðaskóla á námskeiðstíma með skóginn umvafinn í kringum þig. Gisting getur verið styrkhæf – allar upplýsingar um kostnað er að finna í gjaldskrá skólans undir heimavist.

Nánari upplýsingar eru í síma 471 1761 eða skrifið til [email protected]

Kannaðu þinn rétt á menntunar-, ferða- eða tómstundastyrk verkalýðsfélaga og fyrirtækja. Stéttarfélög geta beðið skólann um staðfestingu á þátttöku.