Snæfellshlaupið

20. July, 2024

Snæfellshlaupið er utanvegahlaup umhverfis Snæfell og verður haldið 20. júlí í fyrsta skipti.

Hlaupaleiðirnar

Boðið verður uppá tvær hlaupaleiðir um stórbrotið og fjölbreytt landslag við rætur Snæfells, hæsta fjall Íslands utan jökla. Lengri leiðin er 30 km og telst nokkuð krefjandi og er einungis fyrir þá hlaupara sem hafa farið í utanvegahlaup áður. Báðar vegalengdir hafa hlotið vottun frá ITRA og gefa ITRA stig.

Skráning

Skráningu líkur á miðnætti 16. júlí.

10 km – Þátttökugjald 4.900 – 16 ára aldurstakmark
30 km – Þátttökugjald 9.900 – 18 ára aldurstakmark

Afhending skráningargagna verður í versluninni M-fitness, Stórhöfða 15, Reykjavík miðvikudaginn 17. júlí, kl. 11-18.

Þeir hlauparar sem ekki eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu geta sótt gögnin daginn fyrir hlaup í verslun River á Egilsstöðum, Miðvangi 6, kl 11-18.

Innifalið í þátttökugjaldi er brautarvarsla, tímataka með flögu og hressing eftir hlaup.

Keppendur fá einnig drykk og frían aðgang að baðlaugunum við Laugarfell að hlaupi loknu gegn framvísun hlaupanúmers.

Verðlaun
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki, ásamt útdráttarverðlauna.

Nánari upplýsingar:
Vinsamlegast hafið samband við aðstandendur hlaupsins á netfangið: [email protected].