Tímasetning

26. June, 2024 - 1. August, 2024

Verið velkomin á opnun listsýningarinnar Tímasetningar eftir Maríu Sjöfn, sem innblásin er af verkum jarðfræðingsins George Walker og rithöfundarins Þórbergs Þórðarsonar. Heitt á könnunni, bakkelsi á boðstólum.
*******
Um sýninguna:
Tímasetning – blek á pappír, 50X70cm
María Sjöfn, 2024
Tímasetning er sería verka sem ég vann í samstarfi við Þórbergssetur, Breiðdalssetur og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Breiðdalssvík. Þar skoða ég skrif Þórbergs Þórðarsonar um hið fjölbreytilega lífríki í Suðursveit með tengingum við rannsóknir jarðfræðingsins dr. George Walker, sem vann að og skrásetti jarðsögu Austurlands.
Verkið er hluti af myndlistarsýningu Nr. 5 Umhverfing, sem er ferðalag um sveitarfélagið Hornafjörð og er varðað listaverkum eftir 52 myndlistarfólk sem hefur tengingar við svæðið.
vefsíða: https://www.academyofthesenses.is/