BRAS 2024

2. September, 2024 - 16. October, 2024

Nú stendur yfir undirbúningur fyrir sjöundu BRAS hátíðina en hún hefur verið haldin óslitin frá 2018. Nafn hátíðarinnar í ár er „Uppspretta“ og ætlum við að hvetja börn og ungmenni til að horfa inn á við og finna hvernig þau geta virkjað sköpunarkraftinn sinn, fundið sjálfið sitt, hvaðan þau koma og fyrir hvað þau standa og skapað á þeim forsendum. BRAS menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi, skipulögð í frábæru samstarfi við menningarmiðstöðvarnar þrjár á Austurlandi, sveitarfélög, skóla, stofnanir, austfirskt listafólk og List fyrir alla.