Listasmiðja í Hafnarhúsinu

Borgarfjörður eystri

16. September, 2023

Listamennirnir og landverðirnir Sara Björg Bjarnadóttir og Andri Björgvinsson bjóða uppá skemmtilega listasmiðju í Glettu í Hafnarhúsinu við Borgarfjörð Eystri. Smiðjan er fyrir krakka á aldrinum 6-12 og þar verður lögð áhersla á að finna og nýta fundna hluti og náttúruleg efni úr nærumhverfinu sem efnivið í collage.
Námskeiðið á sér stað frá kl 10-16 laugardaginn 16. sept.
Ekkert þátttökugjald en þátttakendur þurfa að koma með nesti, útivistarföt og góða skapið!