Jógaganga í Stöðvarfirði

1. June, 2023

Róleg ganga þar sem gengið er í kyrrð og þögn í umhverfi Stöðvarfjarðar. Stoppað á vel völdum stöðum og gerðar liðkandi jógaæfingar, hugleiðslustopp þar sem boðið verður upp á bolla með hreinu kakói. Lagst í grasið í slökun. Dásamleg leið til að vinda ofan af spennu og amstri dagsins.
Verð 3000.-
Ath – Takmarkaður fjöldi – skráning á [email protected] eða í s:865 8184.
Gangan er ætluð fullorðnum. Hægt er að panta göngur fyrir hópa á öllum aldri á öðrum tímum.