Far out / Lang út XIII

11. April, 2024

Þrettándu tónleikar jazztónleikaraðarinnar Far out / Langt út
Bjarni Már Ingólfsson er 26 ára gítarleikari og tónskáld sem hefur hlotið mikil lof fyrir bæði hljóðfæraleik sinn og tónsmíðar sínar. Bjarni hefur verið virkur meðlimur á jazztónlistarsenu Íslands um árabil þrátt fyrir ungan aldur og hefur komið fram á mörg hundruð tónleikum með mörgu af fremstu djasstónlistarfólki Íslands en hefur einnig komið á mörgum vel virtum tónleikastöðum erlendis. Bjarni hefur stundað djasstónlistarnám í tónlistarháskólum á borð við New School í New York, þar sem hann lærði undir Lage Lund og Steve Cardenas og Konunglega Tónlistarháskólann í Stokkhólmi þar sem hann kláraði Bachelor’s gráðu sína.
Edgars er okkur að góðu kunnur en hann er jafnframt tónlistarstjóri Langt út / Far out seríunnar. Hann er djassgítarleikari, spunaleikari, tónskáld og kennari frá Lettlandi. Síðustu fjögur ár hefur hann verið búsettur á Íslandi þar sem hann bæði flytur og kennir tónlist.
Edgars hefur spilað víða um Evrópu m.a Eistlandi, Þýskalandi, Danmörku svo eitthvað sé nefnt og spilað með tónlistarmönnum eins og Tuomo Uusitalo, Erik Lunde Michaelsen, Andresi Þór Gunnlaugssyni, Arta Jekabsone o.fl. Edgars starfar aðallega á djass-sviðinu og spilar tónlist byggða á djasshefðinni auk frjáls spuna. Edgars er hluti af Twelve Tone Ballöðutríó og frídjassdúettinum Krabbadyrin þar sem hann spilar að mestu frídjass, en dúóin hefur einmitt spilað saman í Sláturhúsinu