Dagar myrkurs í Safnahúsinu á Egilsstöðum

Safnahúsið

30. October, 2023

Gerum okkur glaðan dag í tilefni Daga myrkurs. Eitthvað við allra hæfi um allt hús.
– – SKERUM ÚT Í RÓFUR Á MINJASAFNINU – –
Vissuð þið að löngu áður en Bandaríkjamenn fóru að skera út í grasker skáru Bretar og Írar út í rófur og gerðu úr þeim luktir? Það var hluti af heiðinni hausthátíð og átti að fæla í burtu illar verur en bjóða gesti velkomna.
Takið með rófu og lítinn hníf en sérstakir útskurðarhnífar verða á staðnum. Grípið líka með lítið ílát fyrir innvoslið úr rófunum svo þið getið gætt ykkur á því þegar heim er komið.
ATH: Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum.
– -HLUSTUM Á DRAUGASÖGU Á HÉRAÐSSKJALASAFNINU – –
Héraðsskjalasafnið geymir margar mishræðilegar bækur og frásagnir. Klukkan 16:30 og 17:30 verða vel valdar draugasögur lesnar fyrir viðstadda.
– -SKREYTUM STEINA MEÐ POSCA PENNUM Á BÓKASAFNINU – –
Takið með ykkur steina til að skreyta, pennar á staðnum.
Sektarlausir dagar á Bókasafninu