Sköpunarmiðstöðin

Stöðvarfjörður

Sköpunarmiðstöðin

Staðsetning:

Bankastræti 1, 755 Stöðvarfjörður

Rými:

Sköpunarmiðstöð

Tengiliður:

Una Sigurðardóttir / [email protected] / 865-6106

Sími:

537 0711

Leigutími:

Eftir samkomulagi

Verð:

Eftir samkomulagi

Sköpunarmiðstöðin er staðsett í gamla hraðfrystihúsinu á Stöðvarfirði. Þar hefur farið fram mikil uppbygging síðustu ár og má þar finna fjölbreytta aðstöðu, m.a. mörg verkstæði, hljóðver og tónleikasal.

 

Í húsinu eru vinnustofur og verkstæði til járn- og trésmíða-, leirlistargerðar og prentunar. Eitt fullkomnasta hljóðver landsins, Stúdíó Síló, er einnig til húsa í miðstöðinni, sem og 115 m2 tónleikasalur sem nýtist til menningarviðburða og sem æfingaraðstaða fyrir tónlistarfólk og hljómsveitir.

Boðið er uppá þjónustu og aðstöðu fyrir listamenn: tónlistar- og sviðslistafólk, rithöfunda, hönnuði og skapandi einstaklinga til listsköpunar, framleiðslu, vöruþróunar og -hönnunar. Í miðstöðinni er einnig rekin vinnustofudvöl listamanna og þar fara fram menningarviðburði og námskeið.

Önnur vinnurými