Klaustrið – Gestaíbúð
Staðsetning:
Skriðuklaustur í Fljótsdal, 701 Egilsstaðir
Rými:
Gestaíbúð
Rekstraraðili
Gunnarsstofnun
Tengiliður:
Skúli Björn Gunnarsson
Netfang:
Sími:
471 2990
Verð:
Staðfestingargjald greitt af þeim sem fá úthlutað.
Vefsíða
Gestaíbúðin er rekin af Gunnarsstofnun og er í Gunnarshúsi á Skriðuklaustri, innarlega í Fljótsdal, um 40 km frá Egilsstöðum.
Gestaíbúðin er fyrir innlenda og erlenda lista- og fræðimenn. Um er að ræða tveggja herbergja íbúð með svefnherbergi, stofu með vinnuaðstöðu, eldhúsi og baðherbergi á efri hæð Gunnarshúss. Netaðgangur og ýmis önnur aðstaða er í boði.
Meðaldvalartími er 3-4 vikur. Umsóknarfrestur til að sækja um í íbúðinni er 15. júní fyrir næsta almanaksár ár eftir. Stjórn Gunnarsstofnunar úthlutar íbúðinni á haustfundi í september.