Atvinna og samfélag
Síldarvinnslan rekur bæði bolfiskvinnslu og bræðslu í bænum auk togara sem landar hjá vinnslunni. Farþega- og bílferjan Norræna siglir vikulega árið um kring milli Þórshafnar í Færeyjum, Seyðisfjarðar og Hirtshalls í Danmörku. Mikil starfsemi er í kringum ferjuna og rekur Smyril-line þjónustu á Seyðisfirði þar sem bæði farþegar og fraktflutningar eru þjónustaðir. Seyðisfjarðarhöfn er ein besta höfn landsins hvað varðar dýpi og skjól. Þar er að finna eina farþega terminal landsins, tvo viðlegukanta með 7 og 10 metra dýpi og góða tollaðstöðu. Höfnin býður skemmtiferðaskip velkomin og hefur fjöldi skipakoma og farþega margfaldast síðustu ár, sumarið 2022 eru bókaðar 70 komur.
Nokkur fyrirtæki eru með útibú á Seyðisfirði, t.d. verkfræðistofa, bókhaldsþjónusta, þýðingarmiðstöð, Austurbrú, Sýslumaður Austurlands og tollstjóri. Þá má finna hárgreiðslustofu, Sagnabrunn, Skálanes, Orteka og ýmsan smáiðnað.
Á Seyðisfirði er íþróttafélagið Huginn með öfluga starfsemi, í íþróttamiðstöðinni er að finna íþróttasal, sána, heitan pott og líkamsræktarsal auk félagsaðstöðu. Innisundlaug með sána og heitum pottum er á svæðinu, leiksvæði, ærslabelgur, sparkvöllur og útileiktæki fyrir börn.
Skrifstofa sveitarfélagsins er í gömlu símstöðinni að Hafnargötu 44, sögufrægu húsi sem Otto Wathne í daglegu tali nefndur faðir Seyðisfjarðar byggði.