Uppfærist á 60 mínútna fresti

Fljótsdalur er veðursæll dalur á Fljótsdalshéraði.  Dalurinn er djúpur, breiður og skógi vaxinn.  Landbúnaður er stundaður á svæðinu, skógrækt og ferðaþjónusta.  Það er gróðursælt og fallegt í Fljótsdalnum og þar eru margar náttúruperlur.  Vatnajökulsþjóðgarður er einn stærsti þjóðgarður í Evrópu, Hallormsstaðaskógur er stærsti skógur landsins auk fjölmargra áfangastaða sem vert er að skoða.

Fljótsdalshreppur veitir fjölbreyttan stuðning til fólks með lögheimili í sveitarfélaginu, s.s. verkefna- og rannsóknastyrki, umhverfisstyrki, námsstyrki, stuðning við börn og ungmenni o.fl.

Fljótsdalshreppur

Íbúafjöldi:

86

Póstnúmer:

701

Sveitarfélag:

Fljótsdalshreppur

Vefsíða

fljotsdalur.is

Sveitarfélagið er með skrifstofur í Végarði, sem einnig gegnir hlutverki félagsheimilis. Enginn skóli er rekinn í sveitarfélaginu, en sveitarfélagið kaupir þjónustu af Múlaþingi og er frír skólaakstur til Egilsstaða og Fellabæjar.

Skriðuklaustur

Atvinna og samfélag

Fjölbreyttur landbúnaður er í Fljótsdalnum, hefðbundin sauðfjárbú, auk akuryrkju og matvælaframleiðslu.  Þá má finna þar skógrækt og úrvinnslu skógarafurða.

Ýmis fyrirtæki starfa á svæðinu t.d. bifreiðaverkstæði, jarðvegsverktakar, saumastofa, handverksstæði, fjallahjólaleiga, trésmíðaverkstæði og húsasmíði.

Snæfellsstofa

Þjónusta við ferðamenn

Uppbygging vegna ferðaþjónustu hefur verið töluverð, tjaldsvæði er við Hengifoss gistihús, fjölbreytt gisting, um allt svæðið, hvoru tveggja hótel og gistiheimili, auk sumarbústaða.

Á Skriðuklaustri er veitingastaður auk þess sem þar eru sýningar og ýmsir viðburðir.  Snæfellsstofa er opin allt árið um kring og þar má finna sýningu og handverk til sölu.

Á Valþjófsstað er kirkja og söguhringur

Félagasamtök

Virk félagasamtök eru:

  • Kirkjukór
  • Búnaðarfélag Fljótsdalshrepps
  • Hnúta handverkshópur
  • Samfélagsverkefnið Fögur framtíð í Fljótsdal

Önnur Bæjarfélög