Uppfærist á 60 mínútna fresti

Eskifjörður er eins og sýnishorn af Austurlandi, en það má segja að í firðinum sé allt dregið saman sem er heillandi við landshlutann í heild. Samspil sögu og náttúru er töfrandi, en á Eskifirði kemstu íkynni við tignarleg fjöll, náttúrverndarsvæði, svartar strendur, söguna eins og tíminn hafi staðið í stað og áhugaverða jarðfræði.

Eskifjörður

Íbúafjöldi:

um 1.100

Póstnúmer:

735

Sveitarfélag:

Fjarðabyggð

Þegar þú nálgast Eskifjörð úr suðri hringar vegurinn sig um ræður Hólmatinds sem er stolt og prýði Eskfirðinga. Fjallið er 985 m hátt og gnæfir yfir fólkvanginn og friðlandið Hólmanes en þar má finna fjölbreytta göngustíga.

Smábátahöfnin á Eskifirði

Atvinna og samfélag

Í þorpinu má finna minjar um sögu fiskveiða og verslunar en Eskifjörður varð löggiltur verslunarstaður árið 1789. Heimsókn í Sjóminjasafn Austurlands setur söguna í samhengi og heimsókn í Randulffssjóhús veitir persónulega innsýn í svæðið. Sjóhúsið er gömul verbúð þar sem hægt er að sjá vistarverur sjómanna eins og þær voru 1890. Sjávarútvegssýningarnar og bragðið af staðbundnu sjávarfanginu á veitingastaðnum tvinnast saman og skapa einstaka stemmingu í húsinu. Á sumrin getur þú leigt bát og veiðarfæri og reynt fyrir þér við veiðar á firðinum. Sjávarútvegur og fiskvinnsla eru aðalatvinnuvegir íbúa Eskifjarðar og þar er eitt af stærri sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, Eskja hf, auk þess sem vaxandi fiskeldi í firðinum er á vegum Laxa ehf.

Embætti sýslumanns Suður-Múlasýslu var flutt á Eskifjörð 1853 og í dag er Lögreglustjórinn á Austurlandi staðsettur þar.

Íbúar á Eskifirði eru um 1.100 talsins, í Grunnskóla Eskifjarðar eru um 150 nemendur og í leikskólanum um 60 nemendur.  Tónlistarskóli er rekinn á Eskifirði og Reyðarfirði.

Minnisvarði

Verslun og þjónusta

Ferðaþjónusta er nokkur og er hægt að finna gistingu og veitingastaði allt árið um kring.  Afþreying er í boði, allt árið um kring og á veturna er sérstaklega gaman að heimsækja skíðasvæðið í Oddskarði, sem er beint fyrir ofan þéttbýlið á Eskifirði. Í Helgustaðanámu má finna silfurberg.

Eskifjörður

Félagasamtök

Mörg virk félagasamtök og sjálfboðaliðasamtök eru á Eskifirði;

  • Íþróttafélagið Austri
  • Björgunarsveitin Brimrún
  • Slysavarnardeildin Hafrún
  • Rauði Krossinn
  • Kvennahreyfing Eskifjarðar
  • AA samtökin
  • Alanon samtökin
  • Foreldrafélag Dalborgar (leikskólans)
  • Foreldrafélag grunnskóla
  • Félag eldri borgara
  • Skógræktarfélag Eskifjarðar
  • Kirkjukór Eskifjarðar
  • Karlakórinn Glaður
  • Holan æfingaraðstaða
  • Ferðafélag Fjarðamanna
  • Hestamannafélag (reyndar ekki alveg viss hvort það er virkt)
  • Siglingaklúbbur Austurlands
  • Skotveiðifélagið Dreki
  • Píluklúbbur Austurlands

Önnur Bæjarfélög