Uppfærist á 60 mínútna fresti

Fljótsdalshérað, samanstendur af Egilsstöðum, sem er stærsti bærinn á Austurlandi, Fellabæ og sveitunum í kring. Egilsstaðir er stærsti þéttbýlisstaðurinn á Austurlandi enda er hann eins konar miðstöð fjórðungsins. Lagarfljótið rennur vestan megin við þéttbýlið og hinum megin við fljótið er systurbærinn Fellabær.

Egilsstaðir

Íbúafjöldi:

um 3000

Póstnúmer:

700

Sveitarfélag:

Múlaþing

Samanlagður íbúafjöldi á Héraði er um 3900 manns, þar af um 3000 manns í þéttbýlinu. Fljótsdalshérað sameinaðist Múlaþingi haustið 2020 ásamt Borgarfjarðarhreppi, Djúpavogshreppi og Seyðisfjarðarkaupstað.

Egilsstaðir

Atvinna og samfélag

Það er auðvelt að komast í Egilsstaði. Þangað er flogið a.m.k. daglega frá Reykjavík og strætisvagnar tengja Egilsstaði við stærri byggðarkjarnana á Austurlandi, auk þess sem tenging er til Akureyrar. Sökum miðlægrar staðsetningar er kjörið að fara í leiðangra út frá þéttbýlinu á héraði, þar má finna margar gönguleiðir og afþreyingu, eins og t.d. baðstaðinn Vök Baths.

Í Egilsstaðaskóla eru um 400 nemendur og um 180 leikskólabörn, þar er einnig rekinn tónlistarskóli. Í Fellaskóla eru tæplega 100 grunnskólabörn og rúmlega 30 leikskólabörn.  Þar er einnig rekinn tónlistarskóli.

Lagarfljót við Egilsstaði

Verslun og þjónusta

Héraðið hefur löngum verið rómað fyrir náttúrfegurð og gott veðurfar og samfélagið er byggt af skapandi fólki þar sem fjölbreytt hönnun, og framleiðsla fléttast skemmtilega inn í atvinnulífið. Hreyfing og útivist skipa stóran sess í hugum heimamanna og þjónustan dregur að sér fjölda ferðamanna allt árið um kring. Þjónustustigið er hátt og úrval verslana, matsölustaða og þjónustufyrirtækja er gott.  Fjöldi ólíkra gistimöguleika, ferðaþjónustufyrirtæki og fjölmargt fleira.

Matur úr héraði er áberandi í matarmenningu Egilsstaða og nágrennis. Þar er hægt að kaupa vörur beint frá býli og bjór sem er bruggaður á staðnum. Veitingastaðir eru einstaklega fjölbreyttir og hefur þeim fjölgað mikið á undanförnum árum.  Fjölbreytta menningu má einnig finna á héraði, t.d. í Minjasafni Austurlands og í Sláturhúsinu sem rekið er af Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs.

Heilbrigðisstofnun Austurlands rekur Sjúkrahús á Egilsstöðum, þar er hjúkrunarheimili og dvalarheimili fyrir aldraða.

Egilsstaðir

Félagasamtök

Mörg virk félagasamtök og sjálfboðaliðasamtök eru á héraði;

  • Kór eldri borgara
  • Karlakórinn Drífandi
  • Kirkjukór Egilsstaðkirkju
  • Kvennakórinn Héraðsdætur
  • Kammerkórinn
  • Kór Áskirkju
  • Egilsstaðakirkja félagsstarf eldri borgara
  • Félag eldri borgara Fljótsdalshéraðs
  • Egilsstaðakirkja félagsstarf barna
  • Myndlistarfélag Fljótsdalshéraðs
  • Fornbílaklúbburinn
  • Round Table
  • Rótarý
  • Lions á Íslandi
  • Soroptimistar
  • Oddfellow
  • Frímúrarar
  • Samfrímúrarar
  • Kvenfélagið Bláklukkur
  • Gólfklúbbur Fljótsdalshéraðs
  • Hestamannafélagið Freyfaxi
  • Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
  • Skógræktarfélag Fljótsdalshéraðs
  • Foreldrafélag Leikskólans Tjarnaskógar
  • Foreldrafélag Leikskólans í Fellaskóla
  • Foreldrafélag Egilsstaðaskóla
  • Björgunarsveitin á Héraði
  • Rauði Krossinn
  • Skotdeild Austurlands, Egilsstöðum
  • AA samtökin
  • Al Anon samtökin
  • AO samtökin
  • GA spilafíklafundir
  • Ferðaklúbburinn 4×4

 

Mjög öflugt íþróttarstarf er á héraði sem felur í sér gott og mikið sjálfboðaliðastarf, bæði barna og fullorðinna undir merkjum Hattar

  • Blakdeild,
  • Frjálsíþrótta deild,
  • Fimleikadeild,
  • Knattspyrnudeild,
  • Körfuboltadeild,
  • Taekwondodeild,
  • Rafíþróttadeild,

Önnur Bæjarfélög