Passíusálmar í Vallaneskirkju

28. March, 2024

Á skírdag verður stund með kórtónlist og upplestri í Vallaneskirkju kl. 17.00. Félagar úr Austuróp ástamt kór Seyðisfjarðarkirkju og nemendum úr LungA skólanum flytja passíusálma í raddsetningu Smára Ólasonar auk tónlistar eftir Tryggva M. Baldvinsson, Mozart og Bach, í hinum einstaka hljómburði kirkjunnar. Auk þess verða lesin ljóð eftir Ísak Harðarson og Davíð Þór Jónsson. Orgelleikari er Dorothy McCabe, listrænn stjórnandi Hlín Pétursdóttir Behrens. Aðgangur er ókeypis og viðburðurinn er styrktur af Héraðsnefnd Austurlands.