Duo BARAZZ – Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar

Bláa kirkjan

20. July, 2022

Duo BARAZZ skipa saxófónleikarinn Dorthe Højland frá Danmörku og Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti Grafarvogskirkju. Lára og Dorthe hófu samstarf og samspil í Danmörku og hafa haldið fjölmarga tónleika saman, meðal annars hér á Íslandi í Hallgrímskirkju og víðar. Lára hefur meðal annars sérhæft sig í flutningi BARokktónlistar meðan Dorthe er fyrst og fremst jAZZari – og þannig varð til nafnið Duo BARAZZ til. Þegar þessir tveir heimar mætast gerist ýmislegt óvænt og spennandi.

EN

Duo BARAZZ consists of the saxophonist Dorthe Højland and the organist Lára Bryndís Eggertsdóttir. The two musicians are grounded in two different styles of music: Lára’s great passion is the BARoque style, while Dorthe is committed to jAZZ – of this the duo-name BARAZZ. Combining the two worlds with Lára’s and Dorthe’s musical approaches, unexpected and magical things happen. So, to put it briefly: A little bit of everything!