DAGAR MYRKRUS 2022

31. October, 2022 - 6. November, 2022

Dagar myrkurs 2022:

Byggða- og samveruhátíðin okkar

Hátíðin Dagar myrkurs verður haldin á Austurlandi 31. október til 6. nóvember og er þetta í 23. skipti sem hátíðin er haldin.  Dagar myrkurs er sameiginleg byggðahátíð allra íbúa á Austurlandi sem hefur það að markmiði að leggja áherslu á viðburði sem hvetja til samveru íbúa. Í ár, sem endranær, hvetjum við íbúa, fyrirtæki og stofnanir til að búa til viðburði sem við öll getum tekið þátt í og til þess að vera dugleg til að taka þátt í þeim viðburðum sem í boði eru.  Hátíðin hefur sterka tengingu við íslenska og keltneska siði frá fornri tíð.  

Hátíðin hefur verið haldin á hverju ári nú í rúm 20 ár og er markmið hennar að við bjóðum hverju öðru uppá skemmtilega afþreyingu í svartasta skammdeginu.  Það gerum við með því að búa til viðburði sem lýsa upp myrkrið, viðburði sem fela í sér rómatík, drauga, fornar hefðir í bland við nýjar um leið og við gætum að sjálfsögðu að persónulegum sóttvörnum í hvívetna.

Frekari upplýsingar um viðburði á Dögum myrkurs eru á Facebooksíðu hátíðarinnar: Dagar myrkurs | Facebook