Setrið - samvinnuhús

Setrið – samvinnuhús

Staðsetning:

Fagradalsbraut 11, 700 Egilsstaðir

Rými:

Fullbúin skriborð í opnu rými ásamt kaffi- og fundaraðstöðu

Rekstaraðili:

Setrið

Tengiliður:

María Ósk Kristmundsdóttir

Sími:

835 7017

Leigutími:

Dagleiga, klippikort og mánaðaraðild

Verð - skammtímaleiga:

Dagleiga: 8.000 kr. / 10 daga klippikort: 30.000 kr.

Verð - langtímaleiga:

Mánaðaraðild: 49.900 kr.

Setrið rekur skrifstofurými við Fagradalsbraut 11A á Egilsstöðum, sem fyrirtæki og einstaklingar geta nýtt sem vinnu- og fundaraðstöðu.

 

Markmið Setursins er að veita stafrænum flökkurum, einyrkjum og öðrum sem stunda fjarvinnu frá Egilsstöðum hvetjandi og eflandi vinnustað. Setrinu er ætlað að skapa tækifæri fyrir fólk með ólíkan bakgrunn og fagsvið til að vinna saman, stað þar sem hægt er að víkka sjóndeildarhringinn með fyrirlestrum, skipulögðum umræðum og jafningjafræðslu.

Vinnustofan er um 70 m2 að gólffleti auk kaffistofu, salernis og fundarherbergis sem er samnýtt með fasteignasölu og lögmannsstofu sem starfræktar eru í sama húsi. Átta skrifborð eru á Setrinu auk setustofu. Hægt er að velja um skrifborð með eða án skjáa, músar og lyklaborðs. Fundarherbergið er um 13 m2 og hentar vel fyrir 6-8 manns. Tvö næðisrými eru einnig á Setrinu sem henta fyrir fólk á fjarfundum.

Hægt er að skrá sig í aðild eða dagleigu á vefsíðu Setursins.

Önnur vinnurými