Þórsmörk

Þórsmörk

Staðsetning:

Þiljuvellir 11, 740 Neskaupstað

Rými:

Hægt er að leigja lokuð herbergi fyrir vinnustofudvöl til skemmri tíma.

Rekstaraðili:

Menningarstofa Fjarðabyggðar/SÚN

Tengiliður:

Jóhann Ágúst Jóhannsson

Sími:

470 9000

Leigutími:

Skammtímaleiga

Verð - skammtímaleiga:

Leiga á vinnuherbergi ásamt gistingu: 6.000 kr. á dag. Dagleiga í opnu rými er samkvæmt samkomulagi.

Menningarstofa Fjarðabyggðar er til húsa í Þórsmörk í Neskaupstað en um er að ræða glæsilegt tilsniðið hús sem flutt var inn frá Noregi og reist árið 1914. Menningarstofa er með skrifstofur sínar í húsinu en einnig eru þar starfsrými fyrir listafólk, sýningarsalur og herbergi fyrir listafólk í vinnustofudvöl.

Hægt er að leigja herbergi til vinnustofudvalar en þar er í boði vinnurými með skrifborði, stól, lampa, nettengingu, kaffi og svefnaðstaða. Aðgangur er að stærri vinnurýmum og sýningarsal sem nýtist einnig til menningarviðburða. Í húsinu eru svo tvö eldhús. Engin búnaður er í vinnuaðstöðu en í sal er hægt að nýta skjávarpa.

Menningarstofa Fjarðabyggðar er tilbúin að liðsinna listamönnum og er opin fyrir samstarfi við listafólk sem vill koma og vinna að list sinni í sveitarfélaginu eða setja upp sýningar en ýmsa aðstöðu má fá leigða í sveitarfélaginu til leiksýninga og tónleikahalds.  Menningarstofa býður listafólki einnig upp á ráðgjöf og aðstoð við kynningarmál.

Önnur vinnurými