Uppfærist á 60 mínútna fresti

Reyðarfjörður er lengstur og breiðastur Austfjarðanna, alls 30 km langur. Um tíma starfræktu Norðmenn hvalveiðistöðvar í firðinum og fiskveiðar eru stór hluti af sögu staðarins. Í dag er álver Alcoa Fjarðaáls einn stærsti atvinnurekandinn á svæðinu, sem gerir Reyðarfjörð að helsta iðnaðarsvæðinu á Austurlandi. Reyðarfjörður tengist einnig Bretlandi, en í seinni Heimsstyrjöldinni voru Bandamenn með herstöð í firðinum. Ummerki um hana eru enn áberandi á staðnum en þar má m.a. finna bragga og skotbyrgi.

Reyðarfjörður

Íbúafjöldi:

Um 1.200

Póstnúmer:

730

Sveitarfélag:

Fjarðabyggð

Í Grunnskóla Reyðarfjarðar eru nú um 200 nemendur og í leikskólanum um 90. Tónlistarskóli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar er starfræktur á Reyðarfirði. Í dag búa tæplega 1.200 manns á Reyðarfirði.

Hádegisfjallið á Reyðarfirði

Atvinna og samfélag

Innst í Reyðarfirðinum er þéttbýlið og bar það áður nafnið Búðareyri, en í dag ber þéttbýlið heiti fjarðarins og enda þótt sjávarútvegur og fiskvinnsla hafi verið töluverð á Reyðarfirði hér áður þá hafa þær greinar ekki vegið jafn þungt í atvinnulífi staðarins og í flestum öðrum sjávarbyggðum á Austurlandi síðustu ár og áratugi. Útgerð og fiskvinnsla eru því hverfandi, en atvinnulíf byggist á ört vaxandi þjónustu og byggingarstarfsemi vegna álversins og Kárahnjúkavirkjunar.

 

Andapollurinn

Verslun og þjónusta

Íslenska stríðsárasafnið, sem staðsett er á Reyðarfirði, kemur stemmingu stráðsáranna vel til skila, sem er magnað í ljósi þess að Ísland hefur aldrei tekið þátt í hernaði. Þéttbýlið varð löggiltur verslunarstaður 1890 og 1909 var Kaupfélag Héraðsbúa stofnað á Reyðarfirði og fylgdi því mikil gróska.

Öll almenn þjónusta er á Reyðarfirði, heilsugæsla auk þess sem höfuðstöðvar Vegagerðar ríkisins á Austurlandi eru á Reyðarfirði svo og aðalskrifstofa Fjarðabyggðar, sem Reyðarfjörður tilheyrir.

Veitinga- og gististaðir eru nokkrir. Sumir þeirra eru opnir allt árið, en aðrir einungis á sumrin.

Reyðarfjörður

Félagasamtök

Mörg virk félagasamtök og sjálfboðaliðasamtök eru á Reyðarfirði;

  • UMF Valur
  • Björgunarsveitin Ársól
  • Kvenfélagið
  • Rauði krossinn
  • Foreldrafélag
  • Félag eldri borgara
  • Skógræktarfélag
  • Leikfélag

Önnur Bæjarfélög