Verslun og þjónusta
Héraðið hefur löngum verið rómað fyrir náttúrfegurð og gott veðurfar og samfélagið er byggt af skapandi fólki þar sem fjölbreytt hönnun, og framleiðsla fléttast skemmtilega inn í atvinnulífið. Hreyfing og útivist skipa stóran sess í hugum heimamanna og þjónustan dregur að sér fjölda ferðamanna allt árið um kring. Þjónustustigið er hátt og úrval verslana, matsölustaða og þjónustufyrirtækja er gott. Fjöldi ólíkra gistimöguleika, ferðaþjónustufyrirtæki og fjölmargt fleira.
Matur úr héraði er áberandi í matarmenningu Egilsstaða og nágrennis. Þar er hægt að kaupa vörur beint frá býli og bjór sem er bruggaður á staðnum. Veitingastaðir eru einstaklega fjölbreyttir og hefur þeim fjölgað mikið á undanförnum árum. Fjölbreytta menningu má einnig finna á héraði, t.d. í Minjasafni Austurlands og í Sláturhúsinu sem rekið er af Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs.
Heilbrigðisstofnun Austurlands rekur Sjúkrahús á Egilsstöðum, þar er hjúkrunarheimili og dvalarheimili fyrir aldraða.