Herðubreið

Seyðisfjörður

Herðubreið

Staðsetning:

Austurvegur 4, 710 Seyðisfirði.

Rými:

4 sérstök vinnurými og 9 sérrými

Tengiliður:

Sesselja Hlín Jónasardóttir og Celia Harrison

Sími:

770 2444

Leigutími:

Eftir samkomulagi

Verð:

Eftir samkomulagi

Vefsíða

Herðubreið

Herðubreið er fjölnota menningar- og félagsheimili. Húsið hýsir ýmsar hátíðir, árlega viðburði eins og List í ljósi, LungA hátíð, leiksýningar, Haustroða ofl. Í húsinu er einnig eina bíóhúsið á Austurlandi, mötuneyti grunnskólans, LungA lýðskólinn og fleira.

Í húsinu eru fjölbreytt rými  til leigu; vinnurými, hátíðarsalur sem rúmar um 300  manns í sæti, bíósalur sem rúmar um 200 manns í sæti og hentar vel í ráðstefnur og fundi. Verkefnarými fyrir 15 manns, gallerí fyrir 50 manns, kaffihús sem rúmar hátt í 100 manns og í húsinu er einnig vottað eldhús, bar og bíó.

Aðstaða
Í vinnurýmunum fjórum eru skrifborð, stólar og aðgangur að neti, eldhúsaðstaða og salerni. Sér inngangur er í rýmið og hægt að fá aðgang að prentara.

Starfsmenn hússins geta útvegað skjávarpa fyrir minni viðburði og fundi. Einnig er möguleiki á að ráða sérhæft starfsfólk á vegum Herðubreiðar fyrir viðburði; tæknimenn, ljósamenn, hljóðmenn, öryggisverði, sviðsstjóra, ræstingar og aðstoð við uppsetningu. Öll aukavinna sem ráðin er fyrir viðburði í Herðubreið verður rukkuð sem tímavinna. Veisluhaldarar og viðburðastjórum er þó heimilt að komið með sína eigin tæknimenn og starfskrafta.

Önnur vinnurými