Fjarðarborg

Borgarfjörður eystri

Fjarðarborg

Staðsetning:

Fjarðaborg (efri hæð), 720 Borgarfjörður eystri

Rými:

Skrifstofu- og samvinnurými

Tengiliður:

Alda Marín Kristinsdóttir

Sími:

470 0700

Leigutími:

Eftir samkomulagi

Verð:

Sjá verðskrá

Fjarðarborg er samkomuhús Borgfirðinga og á efri hæð hússins er skrifstofuaðstaða.

Á efri hæðinni er skrifstofurými með alls sex skrifborðum. Á hverju borði er 27“ dokkuskjár, lyklaborð og mús auk skilrúms milli borða. Innifalið í leigu er, auk áður talins, aðgangur að interneti, prentara og kaffistofu og aðgangur að fundarherbergi með sjónvarpi, eftir samkomulagi.

Gluggi er við hvert borð og skiplagi rýmisins má að einhverju leyti haga eftir þörfum. Í Fjarðarborg er einnig líkamsræktaraðstaða Borgfirðinga, fullbúið vinnslueldhús og starfsstöð Múlaþings.

Stór salur sem hentar vel til hvers konar viðburðahalds: Minni og stærri fundi eða ráðstefnur, tónleika, leiksýningar og veislur.

Á Borgarfirði er allt árið opin lítil matvöruverslun, veitingastaður og hótel og hér eru fjölmargir möguleikar til útivistar og afþreyingar. Yfir sumartímann bætast fleiri gististaðir og veitingastaðir við og reglulegt viðburðahald.

Önnur vinnurými

Secret Link