Atvinna og samfélag
Sjávarútvegur, fiskvinnsla og tengd þjónusta er aðalatvinnuvegur íbúa í Neskaupstað og þar er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, Síldarvinnslan h/f, sem rekur eitt stærsta og fullkomnasta fiskiðjuver í Evrópu, þar sem uppsjávarfiskur er unnin til manneldis. Þar er einnig Umdæmissjúkrahús Austurlands, sem er stór og fjölmennur vinnustaður. Þjónustustig bæjarins er gott, þar eru m.a. góðir veitingastaðir og hótel og öll almenn þjónusta. Þá er nokkur landbúnaður í Norðfjarðarsveit.
Neskaupstaður komst fyrst í vegasamband við aðra þéttbýliskjarna árið 1949, með veginum um Oddskarð sem þó var ekki fær nema hluta úr ári. Með tilkomu Norðfjarðarganga 2017 komst Neskaupstaður loksins í öruggt vegasamband við Eskifjörð.