AUSTURLAND FREERIDE FESTIVAL

28. February, 2020 - 1. March, 2020

Austurland Freeride Festival er ný fjallaskíða/brettahátið sem haldin verður í Fjarðabyggð. Áhersla er lögð á að njóta náttúrunnar í Austfirsku ölpunum undir leiðsögn vanra staðkunnra fjallamanna.

Ýmis konar menningarviðburðir verða í gangi á svæðinu, tónleikar, kvöldvökur og matarupplifanir.

Aðalviðburðurinn er einungis á færi vanra fjallamanna.

Skörðin tvö – Hér er ferðast í gegnum tvenn fjallaskörð sem bæði eru í um 800 metra hæð á einum degi og endað í öðrum firði en byrjað var. 

Tindurinn – Hér er farið upp á 1.000 metra tind og skíðað niður

Byrjendanámskeið á fjallaskíðum og split boards fer fram í Oddskarði. 

Snjóflóðanámskeið þar sem farið er yfir helstu hættur á fjöllum og helstu viðbrögð við þeim.

Almenn kennsla á búnaðinn 

Síðasti dagurinn – farið er upp skíðaliftuna í Oddskarði og gengið áfram í fylgd vanra leiðsögumanna. áður en rennt sér er niður að snjólínu.

Fullbúin dagskrá kemur í byrjun febrúar.

Deila