Matarmót Matarauðs Austurlands og Auðs Austurlands.

Landsins gæði – austfirsk hráefni er þema Matarmóts sem Matarauður Austurlands heldur þann 15. nóvember næstkomandi í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.

Á Matarmóti kynna austfirskir matvælaframleiðendur vörur sínar og bjóða gestum og gangandi að bragða á, allt frá sælgæti og sultum til þurrkaðs ærkjöts og annars lostætis. Í ár býðst einnig framleiðendum sem nýta austfirskt hráefni, annað en matvæli, að kynna sína vöru.

Matarmótið er að venju ætlað sem stefnumót framleiðenda og kaupenda til að koma á tengslum og stofna til nýrra viðskiptasambanda. Í ár verður hluti Matarmótsins opinn og almenningi gefinn kostur á að kynna sér framleiðslu landshlutans.

Hvort sem þú ert veitinga- eða söluaðili, langar að hefja framleiðslu eða ert áhugamanneskja um austfirskan mat og matarmenningu, þá er þetta viðburður fyrir þig.

Aðgangur ókeypis og öll velkominAusturland’s food conference, Matarmót, will be held on November 15th in Sláturhúsið in Egilsstaðir. This year‘s focus is on East Iceland‘s natural and/or wild ingredients and food resources.

This is the opportunity to attend interesting seminars, meet local food producers, get introduced to their products, and have a taste.

Whether you represent a restaurant or retail, want to start production or are an enthusiast of East Iceland’s food culture, this event is for you.

 

Free entry and open for everyone

Dagskrá

Auglýst nánar þegar nær dregur

Program

More infomations

Hvað er Matarmót?

Viðburður þar sem 30 framleiðendur koma saman til að kynna og selja vörur sínar sem þeir framleiða úr austfirsku hráefni. Að auki verða færeyskir bændur með sýnishorn af sinni framleiðslu.

Fyrir hverja?

Alla sem hafa áhuga á mat, austfirsku hráefni og matvælaframleiðslu.

Aðgangur ókeypis og öll velkomin!

Sérstakir gestir:

Michael Miv Pedersen er danskur matreiðslumaður, veitingamaður og frumkvöðull sem hefur náð umtalsverðum frama í matreiðslu í heimalandinu.

Hann var m.a. valinn matreiðslumaður ársins í Danmörku árið 2013 og síðan þá hefur hann opnað nokkra veitingastaði sem allir hafa notið velgengni fyrir hágæða og skapandi nálgun í matreiðslu, hver á sinn hátt.

Í dag stýrir hann veitingastaðnum Tabu í Álaborg sem hefur hlotið Michelin viðurkenningu. Þar hefur hann skapað einstaka matarupplifun með áherslu á hráefni frá Norður-Jótlandi og árstíðabundið hráefni. Miv er þekktur fyrir djúpan skilning á bragðsamsetningum og næmt auga fyrir smáatriðum. Sem matreiðslumaður og frumkvöðull heldur hann áfram að móta og þróa norræna matreiðslu bæði með nýsköpun og sterkri tengingu við staðbundna matarmenningu

Michael ætlar að vera með okkur í matarmótsvikunni, hann mun m.a. elda fyrir alla atvinnu- og byggðaþróunarfulltrúa landsins, sem verða í heimsókn á Austurlandi, auk þess sem hann mun bjóða upp á smakk úr eldislaxi á matarmótinu í samstarfi við Kaldvík og Búlandstind.

Sigrún Sól Agnarsdóttir er frá Íslandi, ættuð af Héraðinu, en er búsett á Norður Jótlandi. Sigrún hefur alla tíð haft mikinn áhuga á kokkastarfinu og er nú nemi hjá danska kokkinum Michael Pedersen, hún hefur sérstakan áhugaa á ólíkri matarmenningu mismunandi þjóða. Sigrún klárar hvoru tveggja menntaskólann og kokkanámið næsta vor og þá stefnir hún heim til Íslands þar sem hún hyggst kynnast betur íslenskri matarmenningu. Samhliða náminu í Danmörku hefur Sigrún komið oft til Íslands og m.a. unnið með Kára á Nielsen Restaurant. Þá hefur Sigrún mikinn áhuga á kokkakeppnum og var m.a. aðstoðarmaður danskra kokka á meistarmótinu í Danmörku og var þar valið besti kokkaneminn.

Sigrún ætlar að aðstoða Michael við að elda handa atvinnu- og byggðafulltrúum og útbúa laxarétti á matarmótinu.

Snædís Jónsdóttir hefur verið þjálfari íslenska kokkalandsliðsins frá 2023. Hún hóf feril sinn 2015 þar sem hún var aðstoðarmaður í „pastry“ hjá kokklandsliðinu og frá 2017-2020 var hún fyrirliði kokklandsliðsins. Hún hefur unnið til ýmissa verðlauna m.a.

2016 3. Sæti Over All í pastry IKA Ólympíuleikar í Stuttgard (aðstoðarmaður)
2018 Gull í Restaurant of Nations World Cup Í Luxemburg
2019 4.sæti Kokkur ársins
2020 3. Sæti Over All IKA Ólympíuleikar í Stuttgard
2023 1. Sæti Artic Chef
2024 3. Sæti Over All IKA Ólympíuleikar

Snædís ætlar að töfra fram frumlega rétti úr austfirsku hráefni á matarmótinu, ásamt þeim Bjarka og Ægi.

 

 

Ægir Friðriksson er uppalinn í Fellabæ og hefur frá aldamótum starfað sem matreiðslumaður á fjölmörgum veitingastöðum og hótelum á Íslandi og erlendis og má nefna Hótel sögu, Natura, Skólabrú og Flóru í grasagarðinum. Meðfram vinnu hefur hann tekið þátt í matreiðslukeppnum á Íslandi og erlendis með góðum árangri og má geta þess að hann sigraði landshutakeppnina árið 2006 en þar  keppti hann fyrir hönd Austurlands. Síðan 2018 hefur hann starfað sem kennari í Hótel og matvælaskólanum í Kópavogi og meðal annars komið að skipulagningu og dómarastörfum í matreiðslukeppnum fyrir nema og ungkokka, skipulagt viðburði með nemendum á Arctic Circle, Arktisk mat, Matarmóti og Food and fun. Hann hefur einnig setið í stjórn Slowfood Reykjavík og gefið út kennslubók í matreiðslu ásamt öðrum kennurum í Hótel og matvælaskólanum.

Ægir ætlar að töfra fram nýstárlega rétti á matarmótinu, ásamt Snædísi og Bjarka.

 

 

Bjarki Snær hóf matreiðsluferil sinn 16 ára með námi og starfi á Kjallaranum í miðbæ Reykjavíkur. Til þess að öðlast reynslu í eldhúsinu vann Bjarki í hinu virta Jónsmessuhúsi í Cambridge á Englandi. Eftir að hafa unnið með nútíma breska matargerð sneri Bjarki aftur til Íslands til að vinna á einum af fremstu veitingastöðum landsins, Grillinu, á Hótel Sögu. 19 ára gamall fór Bjarki til Stavanger í Noregi og dvaldi þar í eitt ár til að klára námið Renaa Restaurant, þar sem áherslan var á staðbundið, hreint og náttúrulegt hráefni. Þegar hann kom til baka til Íslands hóf hann feril sem yfirmatreiðslumaður á Kaffi Flóru og starfaði á ýmsum veitingastöðum víðs vegar um Reykjavík. Þá starfaði Bjarki sem yfirmatreiðslumaður hjá Lux veitingum með hinum virtu matreiðslumönnum Viktori Erni Andréssyni og Hinriki Erni Lárussyni og sérhæfði sig í einstökum og skapandi veitingum og veisluviðburðum. Nú er Bjarki í íslenska kokkalandsliðinu auk þess sem hann er eigandi veitaingastaðarins Dæinn og sinnir því til viðbótar einkaviðburðum.

 

Þráinn Freyr er uppalinn á Sauðárkróki en hefur búið og starfað mestan hluta ævinnar í Reykjavík, með nokkrum styttri og lengri búsetum erlendis við vinnu í hágæða eldhúsum. Þráinn opnaði Óx og Sumac, undir sama þaki árið 2017 í miðbæ Reykjavíkur. Síðan seint á árinu 2022 var Óx fluttur í nýtt rými, fyrir framan nýjan Speakeasy kokteilbar sem fékk nafnið  Amma Don. ÓX er 17 sæta veitingastaður þar sem áherslan er á íslenskt hráefni í fjölrétta smakkmatseðli. ÓX hlaut eina Michelin stjörnu í júni 2022. Frá 2019 hefur Sumac verið á lista yfir veitingastaði sem Michelin mæla með.

 

Viðburðurinn er styrktur af umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og Sóknaráætlun Austurlands.

The event is sponsored by the Ministry of the Environment, Energy and Climate and Sóknaráætlun Austurlands.