Landsins gæði – Matur í náttúru Austurlands

Matarmót Matarauðs Austurlands verður haldið 21. október í Hótel Valaskjálf frá 12:00 – 17:00. Þar verða í boði málstofur auk þess sem matvælaframleiðendur á Austurlandi kynna sína framleiðslu og bjóða upp á smakk.

Hvort sem þú ert veitinga- eða söluaðili, langar að hefja framleiðslu eða ert áhugamanneskja um austfirskan mat og matarmenningu, þá er þetta viðburður fyrir þig.

Opnað verður fyrir skráningar 26. september. Nauðsynlegt er að skrá sig (sjá neðst á síðunni). Sýnendur greiða hóflegt gjald fyrir þátttöku í viðburðinum.

Matarmót, Austurland’s food conference will be held on October 21st in Hotel Valaskjálf from 12:00 – 17:00. This is the opportunity to attend interesting seminars and meet local food producers, get introduced to their products and have a taste.

Whether you represent a restaurant or retail, want to start production or are an enthusiast of East Iceland’s food culture, this is an event for you.

Registration will open on September 26th and is required (see bottom of page). Exhibitors pay a modest fee to participate in the event.

Dagskrá / Schedule

9:00-11:30: Undirbúningur / Preparation
Framleiðendur stilla upp vörum í Valaskjálf
Producers line up their products in Valaskjálf

12:00-14:30: Málstofur / Seminars
Áhugaverðir fyrirlestrar um nýtingu á austfirsku hráefni frá þeim sem nota, þeim sem fræða, þeim sem hafa umsjón með og þeim sem setja stefnur.
Interesting seminars on the utilization of the region´s local produce from those who use, those who educate, those who supervise and those who set the policies.

15:00-17:00: Matarmót
Matvælaframleiðendur kynna vörur sínar.
Food producers promote their products.

18:00-18:30: Félagsfundur Austfirskra krása / Austfirskar krásir (Food producers’ cluster of Austurland) meeting

18:30-21:00: Fordrykkur og kvöldverður / Pre-drinks and dinner
Framleiðendur og gestir efla tengslanet sín á milli og við hagaðila. Skráning er nauðsynleg.
An opportunity for producers and guests to strengthen their networks. Registration is required.

Matseðill:

  • Fordrykkur – freyðivín með tvisti
  • Lángos – með Mascarpone osti
  • Hrökkvi – byggottó með skógarsveppum og parmapylsusneið
  • Þrumari – snitta, taðreyktur lax, eggjasalat, skraut
  • Flatbrauðs snitta – með reyktri ýsu og salati
  • Laufabrauð – ertumauk, hangikjöt og uppstúfur
  • Súrdeigsbrauð – með butifarra, cannellini baunamauki og fersku timian
  • Maki sushi

Verð á mann / Price per person: 5.900 kr.

Viðburðurinn er styrktur af umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og Sóknaráætlun Austurlands.
The event is sponsored by the Ministry of the Environment, Energy and Climate and Sóknaráætlun Austurlands.