Málþing Matarmóts

Laugardaginn 11. nóvember ætlum við að halda málþing um Landsins gæði í Valaskjálf á Egilsstöðum, í tengslum við Matarmót Matarauðs Austurlands. Þar ætlum við að fara yfir niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir íbúa Austurlands sl. vor og fá ýmsa sérfræðinga að borðinu til að hjálpa okkur að rýna hana, skoða tækifærin sem liggja í gæðum Austurlands, fá þau til að deila reynslu sinni og gefa okkur góð ráð inn í framtíðana.

Málþingið fer fram í Þingmúla (kjallara Valaskjálfs) frá 10:00 – 12:30 og endar á pallborðsumræðum.

Dagmar Ýr Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar setur málþingið og Urður Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú stýrir þinginu.

Hvetjum öll til að mæta. Hægt er að skrá sig á málþingið og í hádegisverð að því loknu hér.

Málþingið er styrkt af umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og Sóknaráætlun Austurlands.

Landsins gæði - niðurstöður könnunar og rýnihópa

Erna Rakel Baldvinsdóttir
rannsóknar- og greiningarteymi Austurbrúar

 

Að vera kunnugur staðháttum

Vigdís Häsler
framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.

Frá hugmynd til framkvæmdar - Þari, Aloe Vera norðursins

Auður Vala Gunnarsdóttir og Lindsey Lee
Blábjörg resort

Matarbrölt og nokkrar bragðgóðar lexíur

Guðbjörg Gissurardóttir og Jón Árnason
eigendur Í boði náttúrunnar

SPEGILL SPEGILL - Brauðmolar og sælgætishús verða minningar og sögur

Kristín María Sigþórsdóttir
upplifunarhönnuður

13:30 Matarmót Matarauðs Austurlands og Austfirskra krása

Landsins gæði – austfirskt hráefni er þema Matarmótsins.

Á Matarmóti kynna austfirskir matvælaframleiðendur vörur sínar og bjóða gestum og gangandi að bragða á sælgæti og sultum, þurrkuðu ærkjöti og öðru lostæti. Í ár býðst einnig framleiðendum sem nýta austfirskt hráefni, annað en matvæli, að kynna sína vöru.

Nánari upplýsingar