VOR (Haust) Pólsk listahátíð

20. August, 2020 - 23. August, 2020

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs ætlar að blása til pólskrar menningarhátíðar í Sláturhúsinu vorið haustið 2020.

Ætlunin er að skapa flöt fyrir skapandi listir og alþjóðlegt samtal og samspil þar sem að margvísleg pólsk lifandi list fær rými og athygli gegnum myndlist, tónlist, kvikmyndalist og sviðslistir. Þáttakendur eru pólskir listamenn sem að búa og starfa á Íslandi .