Vopnaskak og Jónsmessunótt

18. June, 2017 - 25. June, 2017

Bæjarhátíð Vopnfirðinga, Vopnaskak, verður haldin frá 18. júní til 25. júní 2017.

Í ár bjóða Vopnfirðingar upp á menningar- Jónsmessuhátið með dagskrá á Burstafellsdegi, tónleikar, uppistand, heilsueflandi athöfnum s.s.  göngu- skokk- og hjólahópa, fjallgöngur og ratleiki sem bæði eru fyrir fjölskyldur, einstaklinga og hópa sem vilja ögrandi verkefni. Dagskráin auglýst nánar þegar nær dregur.

Jónsmessunótt er ein af fjórum mögnuðustu nóttum ársins á Íslandi og Vopnafirðingar búa svo vel að sjá sólina koma upp milli 3 og 4 að morgni með tilkomumikilli fegurð sem fjörðurinn býður uppá. Í ár bjóða Vopnfirðingar gestum að njóta þessa náttúruundurs og verður því boðið upp á sérstaka Jónsmessugöngu að nóttu til. Horft verður á fegurðina og gestir munu upplifa stemninguna því þessi nótt er tengd við dulafulla hluti þar sem óskir rætast. Vopnfirðingar og gestir þeirra ætla að fanga augnablikið og grípa tækifærið.

Vopnafjörður bíður upp á fjölbreytta gistimöguleika og afþreyingu utan dagskrár. Nóg tjaldsvæðispláss er á staðnum, veitingahús, kaffihús og Selársdalalaug svo eitthvað sé nefnt.

Lesa nánar