Víknaslóðir: Breiðuvíkurhringurinn

14. August, 2021 - 15. August, 2021

Víknaslóðir: Breiðuvíkurhringurinn með Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs
14. – 15. ágúst
Brottför frá Fjarðarborg, Borgarfirði eystri kl. 10:00
Erfiðleikastig: Miðlungs erfitt

Fararstjórn: Þórdís Kristvinsdóttir, fjallaleiðsögumaður. Lágmark 10 manns.

Í sumar er boðið upp á skemmtilega hringferð á Víknaslóðum þar sem gist verður ein nótt í skála ferðafélagsins í Breiðuvík. Gengið verður yfir skörð og ofan í eyðivíkur og einkennist gönguleiðin af litadýrð líparítfjallanna sem eru allt í kring. Í Breiðuvík er stór og mikil sandfjara sem allir verða að heimsækja.

Dagur 1: Ekið á einkabílum kl. 10:00 frá Fjarðarborg að Afrétt. Þaðan er gengið um Urðarhóla fram hjá Urðarhólavatni og Gæsavötnum og svo niður í Breiðuvík með stoppum á fallegum stöðum.

Dagur 2:  Gengið frá Breiðuvík í Borgarfjörð gegnum Brúnavík, einstaklega falleg leið um fjöll og fjörur.

Verð: 30.500/28.000 kr.

Innifalið: Skálagisting, trúss, fararstjórn og kvöldverður.