Vaknaðu til lífsins kona

16. September, 2021 - 19. September, 2021

Vaknaðu til lífsins kona
16. – 19. september
Hótel Blábjörg, Borgarfirði eystri

Hversu ljúft þætti þér að komast frá yfir langa helgi og upplifa næðis- og dekurstund í friðsælu umhverfi, þar sem þú setur þig í 1. sæti?

Frábær kvennahelgi, með námskeiði í eigin vitund og velferð sem hjálpar þér að vakna til lífs þíns um leið og þú slakar á og nýtur léttleikandi lystisemda í dásamlegu umhverfi og félagsskap annarra kvenna
Þú lærir betur að þekkja og virða þarfir þínar, hægir á huganum og glöggvar þig á hvað það er sem skilur á milli þess sem er nú og þess sem þú raunverulega sækist eftir.
Námskeiðið byggir á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði og markþjálfunar og er sérhannað fyrir konur sem vilja staldra við í vitund með sjálfum sér, upplifa með öðrum og gefa sér gæðatíma að gjöf

Við tökum vel á móti þér einni, með vinkonu, klúbbnum eða í hvaða kvennafansi sem þú óskar
ATHUGIÐ: Takmarkaður fjöldi þátttakenda til að halda námskeiðinu persónumiðuðu.

Leiðbeinendur eru báðir markþjálfar en hafa ólíkan bakgrunn úr heilsu-, menntavísindum og skapandi greinum
Laufey Erlendsdóttir, kennari og markþjálfi með BS í íþrótta- og heilsufræði og MA í jákvæðri sálfræði.
Alma J. Árnadóttir, acc gæðavottaður markþjálfi frá International Coach Federation og löggiltur grafískur hönnuður.

Kannaðu niðurgreiðslu hjá þínu stéttarfélagi. Stéttafélögin niðurgreiða námsskeiðið.
Verð: kr 89.000.-
Gisting í 3 nætur, matur, spa og námskeið. Innifalin er eftirfylgni markþjálfa í formi einkasamtals eftir heimkomu.
Skráning: [email protected]