Útskriftarsýning: Sjálfbærni og sköpun

15. May, 2021

Hallormsstaðaskóli verður með opið hús laugardaginn 15. maí kl. 13:00-16:00 þar sem nemendur í Sjálfbærni og sköpun munu kynna lokaverkefni sín.

Okkur er umhugað um heilsu og öryggi nemenda, starfsmanna og annarra gesta og verður tekið mið af gildandi sóttvarnarreglum varðandi fyrirkomulag á útskriftarhátíð nemenda.

Hlökkum til að taka á móti ykkur í skóginum,
nemendur og starfsfólk
Hallormsstaðaskóla.