Útgáfutónleikar Guðmundar R.

25. November, 2017

Í tilefni af útgáfu plötunnar Þúsund ár mun Guðmundur R. ásamt hljómsveit blása til tónlistarveislu laugardagskvöldið 25. nóvember í Hótel Egilsbúð. Flutt verða lögin af nýju plötunni í bland við gamalt efni. Sérstakur gestur verður Jón Ólafsson sem auk þess að koma fram með hljómsveitinni mun leika þrjú lög frá sínum eigin sólóferli. Þá mun hljómsveitin Coney Island Babies spila tvö lög auk þess sem hún mun flytja glænýja ábreiðu af sígildum Súellen-slagara.

Húsið opnar klukkan 21.