Uppistand með Jakobi Birgis

2. July, 2021

Uppistand með Jakobi Birgis
Föstudaginn 2. júlí kl. 20:30 í Miklagarði

Einn af vinsælustu uppistöndurum og eftirhermum landsins, Jakob Birgisson, verður með uppistand í félagsheimilinu Miklagarði á Vopnaskaki. Jakob sló í gegn með frumraun sinni, Meistara Jakob, haustið 2018 og sýningunni Allt í gangi 2019. Meðfram því hefur Jakob leikið og skrifað, m.a. Áramótaskaupið 2019. Í sumar skemmtir hann í öllum landsfjórðungum og er að eigin sögn rosalega spenntur að mæta á Vopnaskak.

Miðaverð verður auglýst fljótlega. Tímasetningar og fyrirkomulag er birt með fyrirvara um breytingar – fylgist með viðburðinum á Facebook.