Tónaflug í Neskaupstað: JóiPé x Króli

29. June, 2021

Tónaflug í Neskaupstað: JóiPé x Króli
29. Júní kl. 20:30 í Egilsbúð
Miðaverð: 3.900 kr. (tix.is)

JóiPé og Króli fara ásamt hljómsveit í ferðalag hringinn í kringum landið og spila á fjórtán tónleikum í jafnmörgum bæjarfélögum! Þeir félagar hafa þrátt fyrir ungan aldur gefið út fimm plötur á sex árum sem eru hver annarri ólíkari og kom sú nýjasta, Í miðjum kjarnorkuvetri, út á síðasta ári.  Lög þeirra hafa slegið hvert metið á eftir öðru í hlustunum, þeir hlotið bæði Hlustenda- og Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir verk sín og svo mætti lengi telja. Drengirnir eru spenntir að mæta og spila öll sín bestu lög þar sem stuð og stemning verður í fyrirrúmi.

Hljómsveitina skipa:
Hljómsveitarstjórn/Gítar: Hafsteinn Þráinsson
Bassi: Starri Snær Valdimarsson
Trommur: Ísak Emanúel Glad Róbertsson
Hljómborð/Trompet: Kári Hrafn Guðmundsson
Plötusnúður/Þeytisnælda/Munnharpa: Axel Magnús Kristjánsson