Tjaldtónleikar á Nielsen

23. July, 2020

Nú ætlum við að endurvekja tónleikatjaldið í bakgarðinum á Nielsen!

Sváfnir Sig og Pálmi Sigurhjartar ætla að halda tónleika í tjaldinu í bakgarði Nielsen restaurant þann 23.júlí nk.
Þeir ætla að leika eigið efni, en báðir eru þeir að ljúka við gerð sólóplatna sem eru væntanlegar síðar á árinu!

Tónleikarnir byrja kl 21:00 og er FRÍTT inn fyrir gesti og gangandi!
Tjaldið opnar 20:00 og er tilvalið að koma og fá sér drykk í tjaldinu og taka frá sæti á besta stað ?

Tónleikagestum er velkomið að koma í kvöldmat fyrst á Nielsen restaurant, en við mælum með að panta borð í tæka tíð!

Nánari upplýsingar hér.