Þorgrímur Þráinsson á Bókasafninu Reyðarfirði

14. September, 2023

Einstakt tækifæri á Bókasafninu á Reyðarfirði!!!!

Fimmtudagslesturinn 14. september verður í boði Þorgríms Þráinssonar í samstarfi við BRAS-Menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi.

Þorgrímur Þráinsson verður á bókasafninu og les uppúr bókum sínum, segir hvernig þær urðu til, svarar spurningum og deilir reynslu sinni af því að skrifa bækur.

Lesið fyrir yngri börnin frá kl.16:30-17:30 og fyrir þau eldri frá kl.17:30-18:30.

Við hvetjum fólk á öllum aldri til að fjölmenna á bókasafnið.