Sýningaropnun – Tengsl

17. June, 2020 - 16. July, 2020

Þann 17.júní kl 15:00 opnar sumarsýning MMF í Sláturhúsinu. Sýningin ber nafnið Tengsl og er yfirlitssýning á verkum grafíklistamannsins Ríkharðs Valtingojer (1935 – 2019).

Sýningin spannar yfir fimmtíu ára feril Valtingojer og á henni eru málverk frá því snemma á ferlinum og grafíklist sem Valtingojer snéri sér alfarið að snemma á áttunda áratugnum.

Sýningin stendur til 16.júlí og er fyrri sumarsýning MMF þetta árið

Sýningarstjóri er Ragnhildur Ásvaldsdóttir

Léttar veitingar.