Sunnudagsganga að Hnjúksvatni

18. July, 2021

Sunnudagsganga að Hnjúksvatni með Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs
18. júlí kl. 10:00
Brottför frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum
Erfiðleikastig: Miðlungs erfitt

Ekið að Perluskilti á móts við bæinn Merki. Gengið á brekkuna að Binnubúð við vatnið. Möguleiki að ganga í kringum vatnið. Hnjúksvatn er ein af Perlum Fljótsdalshéraðs.

Umsjón: Sóllilja Björnsdóttir

Allar dagsferðir: Verð er 500 krónur og mæting við hús Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8 á Egilsstöðum nema annað sé tekið fram. Fólk er hvatt til að taka þátt í gönguleikjunum Perlur Fljótsdalshéraðs og Heiðarbýlin í göngufæri.