Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar – Íslenski saxófónkvartettinn

Bláa kirkjan

26. July, 2023

Íslenski saxófónkvartettinn er fyrsti og eini starfandi klassíski saxófónkvartettinn á Íslandi. Kvartettinn hélt sína fyrstu tónleika í október 2006 og síðan þá hefur hópurinn m.a. leikið á Sumartónleikum í Listasafni Sigurjóns, á Háskólatónleikum,  í 15.15-tónleikaröðinni í Norræna húsinu, á Tíbrár-tónleikum í Salnum í Kópavogi, á Myrkum músíkdögum, hjá Kammermúsíkklúbbnum og í Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar. Einnig hefur kvartettinn leikið einleik með Kammersveit Reykjavíkur.  Íslenska saxófónkvartettinn skipa Vigdís Klara Aradóttir, Sigurður Flosason, Peter Tompkins og Guido Bäumer.

The Icelandic Saxophone Quartet is the first and only active classical saxophone quartet in Iceland. The quartet held its first concert in October 2006 and since then the group has performed regularily in Iceland, for instance on Dark Music Days in Reykjavík, and they have also performed with the renowned Reykjavík Champer Orchestra. The Icelandic saxophone quartet consists of Vigdís Klara Aradóttir, Sigurður Flosason, Peter Tompkins and Guido Bäumer.